Próf og mælitæki - Leið til læsis - Upplýsingar  
     
 

 

 

Hvað er leið til læsis?

Leið til læsis er titill á nýju yfirgripsmiklu stuðningskerfi í lestrarkennslu sem ætlað er kennurum á yngsta stigi grunnskólans. Stuðningskerfið LtL er unnið af nokkrum sérfræðingum á sviði læsis með fulltyngi próffræðinga, þeir sem komu að gerð prófsins eru Steinunn Torfadóttir, Helga Sigurmundsdóttir, Sigurgrímur Skúlason, Ásthildur Bj. Snorradóttir, Bjartey Sigurðardóttir og Jóhanna Ella Jónsdóttir. Ólíkt öðrum lesskimunarprófum í lestri sem völ er á hér á landi lúta niðurstöður prófsins að þremur aðskildum færniþáttum sem leggja grunn að lestrarnáminu, en það eru:

 • Málskilningur og orðaforði
 • Bókstafa og hljóðaþekking
 • Hljóðkerfis- og hljóðavitund.

Leið til læsis kerfið gerir bekkjarkennurum kleift að kanna hve vel nemendur eru undirbúnir til að takast á við lestrarnám áður en eiginleg lestrarkennsla hefst að hausti í 1. bekk. Niðurstöður gefa vísbendingar um styrkleika og veikleika í nemendahópnum, en um leið veitir prófið upplýsingar um nemendur sem gætu verið í áhættuhópi vegna hugsanlegra erfiðleika við lestrarnám, annars vegar vegna vanda við umskráningu og hins vegar vegna vanda með lesskilning.

Niðurstöður skimunarprófsins eru tengdar kennsluleiðbeiningum sem gera kennurum kleift að bregðast við með ólíkum hætti eftir því hvernig styrk- og veikleikar nemenda birtast í hverjum þessara færniþátta. Leiðbeiningar og hugmyndir um kennslu eru í kennsluhandbók sem bekkjarkennarar eiga kost á en þær byggja á raunprófuðum kennsluaðferðum í anda hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun við lestrarerfiðleikum.

Hverju samanstendur Leið til læsis af?

Leið til læsis (LtL) er í raun kerfi sem byrjar á Lesskimun í 1.bekk og staðsetur nemendann hvað varðar lestrarfærni og hjálpar til við gerð kennsluáætlunar. Því næst eru eftirfylgnipróf sem eru stutt og einföld í notkun. Þau gera kennurum kleift að fylgjast með árangri kennslunnar og framgangi lestrarnáms hjá hverjum og einum nemanda.
Eftirfylgniprófin eru ekki aðeins í 1.bekk heldur eru þau notuð í 2-4.bekk líka sem gerir svo kennurum kleift að fylgja nemendum eftir upp á miðstig.
Ennfremur eru undir sama hatti aðgengileg stöðupróf Leið til læsis fyrir nemendur í 4-9. Bekk sem gerir kennurum kleift að fylgja nemendur eftir alveg upp á unglingastig. Til viðbótar við lesskimunina í 1.bekk er svo í þróun greinandi próf fyrir hljóðúrvinnslu.

Leið til læsis: Lesskimun fylgir handbók, Skimun – Hvað svo? þar sem skimuninni er fylgt úr hlaði með ítarlegum kennsluleiðbeiningum, fræðslu um lestur og þróun hans ásamt gagnreyndum kennsluaðferðum og hugmyndum að bekkjarskipulagi sem gefið hefur góðan árangur við að mæta þörfum nemenda í blönduðu skólaskipulagi. Byggt er á hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar og kennurum leiðbeint sérstaklega með hvernig hægt er að taka á
vanda þeirra barna sem lenda í áhættuhópi.

Tæknilegar upplýsingar þar sem greint er frá próffræðilegum eiginleikum prófsins og stöðlun.
Allri skimun þarf að fylgja einhverskonar íhlutun (ef við á) og allri íhlutun þarf að fylgja eftir svo hægt að að kanna áhrif hennar.

Eftirfylgdarpróf gera bekkjarkennara kleift að meta framfarir í lestrarnámi og þá um leið árangur kennslunnar. Bæði eftirfylgdarpróf LtL gera kleift að meta þróun lestrarfærninnar hjá hverjum og einum nemanda fyrstu 4 ár skólagöngunnar.

Stöðupróf gera kennrum kleift að fylgja nemendum upp á mið- og unglingastig og kanna stöðu þeirra í lestri og orðskilningi.

Myndræn framsetning á prófgögnum er að finna á mynd 1.

 

MYND 1. Myndræn framsetning Leið til Læsis prófgagnanna.

 

Yirlit yfir Leið til læsis stuðningskerfið


LtL Lesskimun fyrir 1.bekk:

 • Lesskimun fyrir 1.bekk prófhefti
 • Handbók og leiðbeiningahefti
 • Stöðluð fyrirmæli í hljóðskrá og fyrirgjafarblað
 • Úrvinnslusíða á vefnum, byggt á aldursviðmiðum frá 2009
 • Gátlisti fyrir foreldra

Eftirfylgnipróf fyrir 1-4. bekk
Lesfimi:
eftirfylgnipróf (A, B,C,og D útgáfa)

 • Prófhefti (7 útgáfur)
 • Skráningargögn nemanda
 • Úrvinnsla á vefnum

Sjónrænn orðaforði: eftirfylgni (A, B,C,og D útgáfa)

 • Prófhefti (6 útgáfur)
 • Skráningargögn nemanda
 • Úrvinnsla á vefnum

Stöðupróf fyrir nemendur 4-9. bekk:

 • Stöðupróf í lestri fyrir 4-9.bekk
 • Prófhefti
 • Skráningargögn nemanda
 • Úrvinnsla á vefnum/skönnun

Greiningarprófið í hljóðfærni (1. bekkur):

 • Hljóðfærni: Greiningarpróf
 • Útgáfa haustið 2011
 • Prófgögn, skráningargögn, aldursviðmið.

 

Leið til Læsis greiðslukerfi

LtL er skilgreint sem þjónustupakki fyrir skóla þar sem allir nemendur í 1-4 bekk eru hugsanlegir þjónustuþegar. Áherslan er lögð á samhengi þar sem boðið er upp á matstæki sem hentar þörfum grunnskólanna og er handhægt tól fyrir kennara öll fyrstu fjögur ár grunnskólans. Þjónustan hefst með lesskimun í upphafi 1.bekkjar og heldur áfram með eftirfylgniprófum fram í 4.bekk. Þetta er því heildstæður pakki með verkfærum sem henta nemendum innan tilgreinds aldurbils.

Aukalega er svo hægt að nýta sér stöðuprófin fyrir 4-9.bekk sem og kaupa Hljóðfærni hljóðgreiningarpróf.

Verðlagning er því eftirfarandi:

Lesskimun og eftirfylgnipróf fyrir 1-4 bekk í heild sinni:

 • ¬ 700kr per nemanda fyrir 4 ár í kerfinu
 • ¬ SEM SAGT: 175kr per nemanda í 1-4.bekk
 • Lesskimun í 1.bekk
 • Eftirfylgniprófin fyrir 1-4.bekk

Verðlagning miðast við nemendafjölda að hverju sinni og er því verð per nemanda 175 kr. hvort sem um ræðir nemanda í 1, 2, 3 eða 4.bekk.

Fer því kostnaður skólans alfarið eftir fjölda nemenda. Fjöldi nemenda í 1-4 bekk samanlagt * 175kr er því kostnaður skólans á ári hverju.

 • ¬ Stöðuprófin eru seld sér og kostar hver fyrirlögn á stöðuprófi 190 kr. fyrir hvern nemanda.

Greiningapróf: Hljóðfærni: Greiningarpróf

Greiningarpróf tengd Leið til Læsis gögnunum verða seld sem sjálfstæðar einingar enda er þar um að ræða verkfæri sem sérkennarar eða aðrir sérfræðingar munu vinna með. Verðlagning verður kynnt síðar.

 
Námsmatsstofnun | Borgartúni 7a | 105 Reykjavík | Sími: 550 2400 | Fax: 550 2401
Netfang: namsmat@namsmat.is | Veffang: www.namsmat.is | Athugasemdir til vefstjóra